Lagnadeildin notar aðeins hágæða vörur og varahluti í verkefnum og setur strangar kröfur um að nota eingöngu varahluti frá viðurkenndum aðilum þar sem mikilvægt er að uppruna- og gæðakröfum sé mætt.
Lagnadeildin getur sérpantað vörur og varahluti erlendis frá ef þörf er á fyrir einstaklinga, iðnað, sjávarútveg og landbúnað.
Þú segir okkur hvað þig vantar og við finnum það, gefum þér fast verðtilboð í vöruna hingað komna og ef niðurstaðan er hagstæð fyrir báða aðila göngum við frá pöntun þegar greiðsla hefur borist.
Hafið samband og við skoðum málin fyrir þig