Snjóbræðslukerfi

Við erum sérfræðingar í uppsetningu og bilanagreiningu á snjóbræðslukerfum.

Snjóbræðsla hefur marga kosti en áður en framkvæmdir hefjast er mikilvægt að búið sé að ákvarða stað, stærð, gerð yfirborðs, legu röra og afkastagetu snjóbræðslunnar. Einnig þarf að átta sig á því hvernig tengingu við húskerfið skal háttað og hvers konar stjórnbúnaður sé nauðsynlegur.

Við hönnun kerfa er að jafnaði ráðlegt að þess sé gætt að kerfin séu örugg og einföld að allri gerð og stýringu.

Fyrir dæmigerða snjóbræðslu fyrir heimili eða fyrirtæki getur þú fengið allar þessar upplýsingar hjá okkur.

Hafið samband og fáið nánari upplýsingar.